
ORKUÞJÁLFUN
Ítarleg greining, fræðsla og í framhaldinu raunhæfar ráðleggingar og æfingar:
-
Í upphafi er ítarlega farið yfir núverandi stöðu m.t.t. veikinda og væntinga.
-
Núverandi staða “möppuð” upp og framtíðarsýn skipulögð með raunhæfum markmiðum og vörðum.
-
Stigvaxandi hreyfing og fræðsla samhliða, m.a. öndun, “að sleppa tökunum”, orkustjórnun, mikilvægi djúpvöðva-, þolþjálfunar- og styrktarþjálfunar, sjálfsagi, andlegur styrkur, “að halda áfram” o.fl.
-
Líkamsstaða og hvernig á að beita sér í daglegum störfum og við æfingar.
-
Orkubúskapur líkamans og hvað veldur m.a. vandamálum eins og kulnun, streitu, síþreytu/ME/covid-einkennum, svefnerfiðleikum, o.s.frv.
-
Finnum hvað er að “blokkera” orkuna; t.d. hreyfingarleysi eða ekki rétt hreyfing fyrir núverandi ástand m.t.t. verkja eða/og kulnunar o.s.frv.
-
Komið heildrænt inn á næringu og mataræði.
-
Að koma skipulagi á daglegt líf viðkomandi.
-
Venjur - Innleiða einfaldar en áhrifaríkar venjur.
-
Lífsstílsbreyting.
-
Í lokin er ítarlega farið í árangur og núverandi stöðu að 3 mánuðum liðnum. Rætt og skipulagt áframhaldandi sjálfstæða vinnu.
Gerum þetta saman
*Þú færð nótu fyrir stéttarfélagið og vinnuna.
FYRIR HVERJA
Fyrir þig sem ert að glíma við orkuleysi, kulnun, vefjagigt, streita, svefnvandamál, síþreyta/ME/covid-einkenni, örmögnun, óreiðu í lífinu, áfallastreitu, vægan kvíða og depurð.
MARKMIÐ
Markmiðið er að þú fáir verkfæri, líkamleg jafnt sem andleg, til að byggja upp líkamlegan styrk og andlega orku og náir þannig upp fyrri styrk í persónulegu lífi og/eða vinnu.
HVERNIG
Mikið aðhald, þéttur stuðningur og eftirfylgni alla leið. 8 einkatímar sem dreifast á 3 mánuði. Sérhæfðar orkugefandi æfingar til uppbyggingar. Aðstaða: í boði er notalegt einkarými, þjálfun í tækjasal og/eða innisundlaug.