
EINKA- OG PARAÞJÁLFUN
Í boði fyrir allan aldur.
Þjálfunin er sérsniðin að þínum/ykkar markmiðum og óskum ásamt kennslu á þol- og styrktartæki. Áhersla er lögð á rétta líkamsstöðu t.d. vegna verkja og vandamála í stoðkerfi.
Sérhæfð þjálfun er meðal annars:
Snerpa
Þol
Lyftingar
Liðleiki
Samhæfing
Djúpvöðvaþjálfun / kviður og bak
Næring og mataræði
Gerum þetta saman
*Þú færð nótu fyrir stéttarfélagið og vinnuna.
FYRIR HVERJA
Börn, ungmenni og fullorðna. Einka- og paraþjálfun er fyrir byrjendur jafnt sem afreksmenn / konur. Þjálfunin er fyrir fólk sem aldrei hefur stundað líkamsrækt eða stigið inn í tækjasal en einnig fyrir þau sem vilja fá sérhæfðar æfingar fyrir ákveðna íþróttagrein.
MARKMIÐ
Er að þú/þið fáið æfingar við hæfi með tilliti til þinna/ykkar markmiða og raunhæfra væntinga. Er að þú/þið fáið fræðslu og ráðleggingar sem henta þér/ykkur og þínum/ykkar líkama. Er að þú/þið öðlist sjálfstæði í æfingum, tækjasal og haldið áfram í hreyfingu. Er að þú/þið öðlist skilning á næringu og mataræði. Mikilvægasta markmiðið er að þú/þið öðlist betri heilsu líkamlega, andlega og félagslega og finnið hreyfingu við hæfi.
HVERNIG
Í einka- og paraþjálfun undirbý ég hvern einasta tíma sem við hittumst og aðlaga að þínum/ykkar markmiðum. Í fyrsta tímanum tölum við saman um þínar/ykkar áherslur og ef það eru einhver meiðsl eða sjúkdómar sem hrjá þig/ykkur sem við þurfum að taka tillit til. Einnig sýni ég þér/ykkur aðstöðuna, þú/þið prófið tækin og ég met núverandi líkamsstöðu o.fl. Það er því mikilvægt að koma í æfingafötum í fyrsta tímann. Þú/þið hitið upp sjálf fyrir hvern tíma.