top of page
Crossfit Rowing Machines

EINSTAKLINGSMIÐUÐ HÓPÞJÁLFUN

Þú velur um tegund þjálfunar:

  • Styrktar- og þolþjálfun í tækjasal 

  • Sundleikfimi í innilaug

  • Göngutúr og léttar æfingar

 

Í boði er að mæta 1x, 2x eða 3x í viku. 

 

Innifalið:

  • Mikið aðhald, m.a. SMS áminning fyrir hvern tíma í gegnum ABLER.

  • Litlir hópar.

  • Persónuleg og einstaklingsmiðuð hópþjálfun.

  • FRÍTT einfalt en áhrifaríkt æfingaprógram í tækjasal í hverri viku.

  • Unnið með allan líkamann í hverjum tíma.

  • Fjölbreyttar æfingar.

  • Engin hopp eða hlaup nema óskað sé eftir því.

  • Fjöldi tíma í boði í hverri viku milli kl. 8:00-16:00. 

  • Einstaklingsmiðuð hópþjálfun er alltaf í gangi og hægt að byrja hvenær sem er.

  • ATH - Allar æfingar eru aðlagaðar að hverjum og einum og gerðar auðveldari eða erfiðari m.t.t. verkja í stoðkerfi, meiðsla, hreyfigetu, kulnunar, vefjagigtar, kvíða o.s.frv. 

  • Hver tími er 40 mín í æfingum. 

  • Ef þú kemst ekki í stakan tíma, t.d. vegna læknisheimsókna, þá má hafa samband við þjálfara og við finnum annan tíma sem hentar þá vikuna.
    Mikið er lagt upp að þú haldir rútínu og venju þó eitthvað komi uppá.

  • Iðkendur eru skráðir í ABLER og fá þar allar upplýsingar og tengingu við þjálfara.

Gerum þetta saman

*Þú færð nótu fyrir stéttarfélagið og vinnuna. 

FYRIR HVERJA

Fyrir þig sem þarft gott utanumhald í hreyfingu, kennslu á líkamsstöðu við æfingar, kennslu á þol- og styrktartæki, vilja æfa í litlum lokuðum hópi með þjálfara og vilt fá einfalt en áhrifaríkt æfingaprógram í tækjasal í hverri viku.

MARKMIÐ

Heilsan í 1.sæti.

Líkamsstaða, styrkur og þol.

Andleg, líkamleg og

félagsleg heilsa. 

HVERNIG

Hverjum og einum einstaklingi er fylgt eftir og kennt á tækin og æfingarnar. Við notum styrkinn sem fæst úr félagslega þættinum með að mæta og æfa með öðru fólki. Áhersla er á vellíðan sem fylgir hreyfingu, að fólk öðlist sjálfstraust og þar með hvatningu til að hreyfa sig sjálfstætt inná milli.

bottom of page