top of page

FYRIR HVERJA

Fyrir þig sem ert að takast á við vandamál og verki í stoðkerfi, t.d. nýlegra eða gamalla meiðslna. Fyrir þig sem þarft endurhæfingu og uppbyggingu eftir aðgerðir og slys. Fyrir þig sem þarft að þjálfa upp jafnvægi og samhæfingu eða ert of stirð/ur eða ofur liðug/ur /hypermobility.

MARKMIÐ

 Markmiðið er að þú fáir verkfæri til að byggja upp líkamlegan styrk og náir þannig upp fyrri styrk í persónulegu lífi og/eða vinnu.  Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og miðar að því að auka færni þína, kenna þér bjargráð í daglegu lífi og bæta líðan.

HVERNIG

Mikið aðhald, þéttur stuðningur og eftirfylgni alla leið. 8 einkatímar sem dreifast á 3 mánuði. Aðstaða: í boði er notalegt einkarými, þjálfun í tækjasal og/eða innisundlaug.

*Þú færð nótu fyrir stéttarfélagið og vinnuna. 

Hand by the Sea

STOÐKERFISÞJÁLFUN

Ítarleg greining, fræðsla og í framhaldinu raunhæfar ráðleggingar og æfingar.

  • Í upphafi er ítarlega farið yfir núverandi stöðu m.t.t. stoðkerfisvandamála og væntinga. 

  • Núverandi staða “möppuð” upp og framtíðarsýn skipulögð með raunhæfum markmiðum og vörðum. 

  • Stigvaxandi hreyfing og fræðsla samhliða.

  • Líkamsstaða og hvernig á að beita sér í daglegum störfum og við æfingar.

  • Finnum hvað er að hefta hreyfigetu: t.d. hreyfingarleysi eða ekki rétt hreyfing fyrir núverandi ástand m.t.t. verkja.

  • Stoðkerfisverkir.

  • Í lokin er ítarlega farið í árangur og núverandi stöðu að 3 mánuðum liðnum. Rætt og skipulagt áframhaldandi sjálfstæða vinnu.

Gerum þetta saman

bottom of page